Fréttasafn



10. apr. 2025 Almennar fréttir Menntun

Er Ísland að ganga lengra en þörf er á í persónuvernd í skólum?

Samtök menntatæknifyrirtækja (IEI), í samstarfi við Kennarasamband Íslands (KÍ), standa fyrir fundi um persónuvernd þegar kemur að skólum og tæknilausnum þar sem spurt er hvort Ísland sé að ganga lengra en þörf er á. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 15. apríl kl. 16-17.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Léttar veitingar verða í boði og spjall og tengslamyndun eftir að dagskrá lýkur.

Framsögumenn eru Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Ragnar Þór Pétursson, kennari við Norðlingaskóla, fulltrúi frá Persónuvernd og Íris E. Gísladóttir, formaður IEI. Fundarstjóri er Hulda Birna Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.