Fréttasafn10. maí 2017 Almennar fréttir Framleiðsla

Er vörustjórnun lykill að aukinni framleiðni?

Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins sem verður haldin þriðjudaginn 30. maí kl. 8.15-12.15 á Grand Hótel í Reykjavík ber yfirskriftina Vörustjórnun - Lykill að aukinni framleiðni?. Á ráðstefnunni gefa fyrirlesarar innsýn í ólíkar greinar aðfangakeðjunnar og beina sjónum sínum að mikilvægum álitamálum um framfarir í vörustjórnun og framleiðni á íslenskum markaði. Meðal fyrirlesara er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, sem ætlar að tala um vörustjórnun út frá sjónarhóli iðnaðarins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ætlar að tala um aukna framleiðni sem forsendu lífskjarabata.
Skráningu á að senda á netfangið skraning@logistics.is

Hér má nálgast nánari upplýsingar um ráðstefnuna.