Erindi um öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum
Öryggi á alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum er yfirskrift fundar þar sem Lars Karlsson frá Maersk skipafélaginu flytur erindi fimmtudaginn 2. mars kl. 9-10 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Að fundinum standa Skatturinn, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.
Í erindi sínu fer Lars yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í alþjóðlegum vöruflutningum á umliðnum árum og hvernig bregðast skuli við ógnunum sem steðja að til að tryggja öruggt vöruflæði til og frá landinu. Lars mun hann fjalla um ávinning fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO). Hann mun einnig fjalla um ávinning þess fyrir íslensk fyrirtæki að gerast viðurkenndir rekstraraðilar (AEO). Fyrirtæki geta með fyrirbyggjandi aðgerðum verið betur í stakk búin að fást við truflanir og brugðist hraðar við þegar ófyrirséðir atburðir eiga sér stað.
Um fyrirlesarann Lars Karlsson:
Lars Karlsson hefur yfir þriggja áratuga reynslu í tollamálum og alþjóðaviðskiptum. Hann starfar hjá Maersk skipafélaginu sem stjórnandi í ráðgjafarþjónustu um alþjóðaviðskipti og tollamálefni. Lars var áður yfirmaður hjá sænska tollinum og stjórnandi hjá Alþjóða tollastofnuninni (WCO). Undanfarin ár hefur hann einnig sinnt ráðgjafastörfum fyrir ríkisstjórnir, alþjóðastofnanir og fjölþjóðafyrirtæki víðvegar um heiminn, meðal annars verið sjálfstæður ráðgjafi fyrir Evrópusambandið og bresk stjórnvöld varðandi útgöngu Bretlands úr sambandinu.
Hann hefur verið leiðandi þátttakandi í nýsköpunarverkefnum á sviði tollamála, sem í dag eru orðin af alþjóðlega viðurkenndum starfsvenjum, eins og AEO vottunarferlið, sameiginlegur þjónustugluggi og samræmd stjórnun á landamærum.
Um AEO viðurkenninguna:
Með SAFE-rammaregluverki Alþjóða tollastofnunarinnar (WCO) eru sett viðmið sem ætlað er að treysta og greiða fyrir alþjóðaviðskiptum.
Tollayfirvöld um allan heim hafa undanfarin ár innleitt þetta regluverk til að efla öryggi alþjóðlegu aðfangakeðjunnar og greiða fyrir lögmætum viðskiptum. Hluti af þessu rammaregluverki er öryggisvottunin AEO sem íslensk stjórnvöld innleiddu í lok ársins 2019. Vottunin er staðfesting á því að fyrirtækið fylgi lögum og reglum og sé til fyrirmyndar í allri tollframkvæmd. Með henni hlýst viðurkenning á því að fyrirtæki njóti trausts innlendra og erlendra tollyfirvalda og stuðlar að því að tollyfirvöld og viðskiptavinir geti frekar treyst því að fyrirtækið sé traustur hlekkur í vörukeðjunni.
Hér er hægt að skrá sig. Fundinum verður einnig streymt.