Erindi um rafeldsneytisþróun á aðalfundi VOR
Barbara Zuiderwijk, framkvæmdastjóri og stofnandi Green Giraffe Group, flytur erindi í Húsi atvinnulífsins 11. nóvember kl. 16.00 að loknum aðalfundarstörfum á aðalfundi Vetnis- og rafeldsneytissamtakanna, VOR.
Barbara er með umfangsmikla reynslu af fjármögnun vindorkuvera í Norður-Evrópu og hefur stutt við fyrirtæki í viðskiptaþróun í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum, m.a. á sviði rafeldsneytisframleiðslu. Hún er á lista Tamarindo yfir þá 100 aðila sem leiða orkuskiptin í heiminum. Í erindi sínu fer hún yfir vetnismarkaðinn með sérstakri áherslu á Evrópu, tækifæri vetnisframleiðslu og hvers vegna Ísland er í einstakri stöðu til að vera meðal þeirra fyrstu til að ná árangri í orkuskiptunum.
Í kjölfarið verða verkefni nokkurra fyrirtækja innan VOR kynnt.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.