Fréttasafn



8. feb. 2019 Almennar fréttir Nýsköpun

Erlendur gestur talar um mikilvægi nýsköpunar

Samtök iðnaðarins og Icelandic Startups bjóða til málstofu um nýsköpun innan starfandi fyrirtækja mánudaginn næstkomandi 11. febrúar frá kl. 11-12 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Fjöldi íslenskra fyrirtækja, jafnt smærri og stærri, hafa á síðustu árum lagt áherslur á nýsköpun innan sinna fyrirtækja og er fundinum ætlað að varpa ljósi á þá umræðu og mikilvægi nýsköpunar í þróun fyrirtækja.

Gestur málstofunnar er Adrian Mcdonald, framkvæmdarstjóri sænska ráðgjafafyrirtækisins Result og verkefnastjóri Nordic Scalers verkefnisins. Á fundinum mun Adrian fjalla um nýsköpun innan margra af stærstu fyrirtækjum Svíþjóðar en í störfum sínum hefur hann starfað að nýsköpun innan fyrirtækja á borð við Microsoft, Telenor og sænska bankans SEB. Þá stýrði Adrian meðal annars sænska fyrirtækinu Widespace, frá því að fyrirtækið var sprotafyrirtæki yfir í alþjóðlegan vöxt.