Fréttasafn25. jan. 2021 Almennar fréttir Menntun

Færni framtíðar á Menntadegi atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins undir yfirskriftinni Færni framtíðar fer fram fimmtudaginn 4. febrúar kl. 9.00-10.00 í Sjónvarpi atvinnulífsins en þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn.  Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Hér er hægt að skrá sig.

Á Menntadegi atvinnulífsins verða Menntaverðlaun atvinnulífsins afhent. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir dagskránni. 

Dagskrá

· Greiningar- og nýsköpunarhæfni - Finnur Oddsson, forstjóri Haga

· Virkni í námi og námsaðgerðum - Ingvi Hrannar, kennari og frumkvöðull

· Lausnamiðuð nálgun - Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

· Gagnrýnin hugsun og greining - Kristín Friðgeirsdóttir, alþjóðlegur stjórnendaráðgjafi

· Sköpun, frumleiki og frumkvæði - Dóra Jóhannsdóttir, leikkona

· Forysta og félagsleg áhrif - Tryggvi Þorgeirsson, stofnandi og eigandi Sidekick Health

· Tækninotkun, eftirlit og stjórn - Anna María Pálsdóttir, Marel – framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar

· Tæknihönnun og forritun - Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania

· Seigla, streituþol og sveigjanleiki - Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

· Rökhugsun, lausn vandamála og hugmyndafræði - Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar hjá Eyri Venture Management

Menntatorg atvinnulífsins - Sara Dögg Svanhildardóttir, verkefnastjóra mennta- og fræðslumála SVÞ, stýrir umræðum um menntamál Íslendinga í víðu samhengi