Fréttasafn



21. des. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Færri bókatitlar prentaðir hér á landi í ár

Bókatitlum sem prentaðir eru hér á landi fækkar á milli ára miðað við upplýsingar Bókasambands Íslands sem hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2021. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 112 og fækkar um 21 frá fyrra ári, er 16,6% í ár en árið 2020 var hlutfallið 20,4% á prentun bókatitla innanlands. Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 563 eða 83,4% en var 519 eða 79,6% í fyrra.

Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 675 í Bókatíðindunum í ár en var 652 árið 2020.

Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum.

· Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 140; 41 29% prentuð á Íslandi og 99 71% prentuð erlendis.

· Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 244; 47 19% prentuð á Íslandi og 197 81% prentuð erlendis.

· Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 67; 6 9% prentuð á Íslandi og 61 91% prentuð erlendis.

· Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 224; 18 8% prentuð á Íslandi og 206 92% prentuð erlendis.

Fjöldi bóka prentaðra í hverri heimsálfu og hlutfall af heild:

Árið 2020

  • Ísland 133 - 20,4% 
  • Evrópa 441 - 67,6%
  • Asía 78 - 12%
  • Samtals 652 - 100%

Árið 2021

  • Ísland 112 - 16,6%
  • Evrópa 498 - 73,8%
  • Asía 63 - 9,2%
  • Annað 2 - 0,3%
  • Samtals 675 - 100%