Fréttasafn23. mar. 2023 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Færumst fjær markmiðum um loftslagsmál

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í fréttum RÚV um orkuskiptin framunda. Við erum að færast fjær þessum markmiðum í loftslagsmálum. „Við erum að horfa fram á það að til dæmis að það verði metár í olíunotkun á þessu ári. Viðfangsefnið er að skipta út olíu fyrir græna orku og til þess þá þarf að virkja meira.“

Sigurður segir að það þurfi að framleiða raforku fyrir orkuskiptin og kallar eftir samvinnu stjórnvalda við öflun raforku. „Þá erum við sérstaklega að horfa til leyfisveitenda. Þau mál ganga alltof alltof hægt.“

RÚV, 22. mars 2023.

RUV-22-03-2023

Alma Ómarsdóttir ræðir við Sigurð Hannesson í fréttum RÚV.