Fagnaðarefni að ríkisstjórnin boði vinnu við iðnaðarstefnu
Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi boðað vinnu við iðnaðarstefnu. Slík stefna getur orðið stökkpallur okkar inn í næsta hagvaxtarskeið. Ef hins vegar ekkert verður að gert mun Ísland dragast aftur úr í kapphlaupinu um betri lífskjör. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, meðal annars í grein á Vísi með yfirskriftinni Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið. Hann segir jafnframt að á undanförnum árum hafi margt verið gert rétt hér á landi. Aðsókn að iðnnámi hefur aukist og umgjörð nýsköpunar hafi verið styrkt svo dæmi séu tekin. Núverandi ríkisstjórn hafi einnig boðað umbætur, til að mynda í raforkumálum og innviðauppbyggingu. En það dugi ekki að bæta einstaka þætti, við þurfum heildstæða iðnaðarstefnu sem tengir saman alla þætti verðmætasköpunar til þess að þrífast í samkeppni við önnur lönd. Sigurður segir að við getum – og eigum – að gera betur.
Hér er hægt að nálgast greinina í heild sinni á Vísi.
Vísir, 7. maí 2025.