Fréttasafn6. jan. 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Fagnar samkomulagi um aukna húsnæðisuppbyggingu

Í hádegisfréttum Bylgjunnar kemur fram að Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI fagnar rammasamningi um aukna húsnæðisuppbyggingu og segir borgina sýna gott fordæmi. Hann vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. „Við fögnum því mjög að fyrsta slíka samkomulagið hafi verið undirritað. Það er mjög ánægjulegt að sjá metnað Reykjavíkurborgar til þess að vera fyrst sveitarfélaga til þess að undirrita slíkt samkomulag við ríkið. Mér finnst þetta líka vera til marks um stefnubreytingu hjá borginni sem ég fagna mjög. Þetta er að sama skapi mikil hvatning fyrir önnur sveitarfélög að klára slíka samninga við ríkið þannig að uppbygging húsnæðis á næstu árum geti orðið í takt við þarfir almennings.“

Iðnaðurinn klár í verkefnið

Þegar Sigurður er spurður hvort byggingariðnaðurinn ráði við þessar áætlanir svarar hann: „Iðnaðurinn er sannarlega klár í þetta verkefni og ég held að við öll hlökkum til þessarar uppbyggingar og ekki síður þess að það komist stöðugleiki á þennan markað sem er held ég gott fyrir alla aðila og ekki síst bara fyrir landsmenn.“

Bylgjan / Vísir, 6. janúar 2023.