Fréttasafn23. mar. 2017 Almennar fréttir Gæðastjórnun Mannvirki

Fagverk Verktakar fær D-vottun

Fagverk Verktakar ehf. hefur fengið afhenda D-vottun Samtaka iðnaðarins. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 af Vilhjálmi Matthíassyni sem hefur rekið það síðan. Fagverk Verktakar er malbiks- og byggingafyrirtæki sem er vel búið tækjum og búnaði. Það hefur á að skipa góðum mannauði sem hefur leitt til stækkunar og velgengni fyrirtækisins undanfarin ár.

Á myndinni tekur Vilhjálmur Þ. Matthíasson, framkvæmdastjóri og eigandi, og Guðrún Árný Guðmundsdóttir, fjármálastjóri, við vottuninni úr hendi Árna Jóhannssonar, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. 

Nánar um Fagverk Verktaka.