Fréttasafn



18. sep. 2024 Almennar fréttir Félag húsgagna– og innréttingaframleiðenda Mannvirki

Fanntófell fær fyrsta Svansleyfið fyrir innréttingar

Fanntófell, aðildarfyrirtæki SI, fékk fyrsta Svansleyfið sem gefið hefur verið út hér á landi í viðmiðunum fyrir húsgögn og innréttingar þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku -og loftslagsráðherra, afhenti Svansleyfi fyrir borðplöturnar Fenix NTM, Arpa og Duropal.

Á vefsíðu Svansins kemur fram að á síðustu árum hafi fjöldi verkefna sem fari eftir nýbyggingar og endurbótaviðmiðum Svansins fyrir byggingar fjölgað gífurlega og hafi á sama tíma eftirspurn eftir vottuðum byggingarvörum aukist. Hér á landi hafi verið eitthvað úrval af slíkum vörum og séu örfáir íslenskir framleiðendur byggingarvara sem hafi hlotið Svansottun.

Þá kemur fram að Fanntófell hafi sýnt frumkvæði með því að ráðast í vottunarferlið og hafi ferlið verið lærdómsríkt bæði hjá Fanntófelli og Svaninum á Íslandi. Með þessum áfanga sýni fyrirtækið að þeim sé umhugað um að selja betri vörur, bæði fyrir viðskiptavini sína en einnig fyrir umhverfið.

 Fanntofell-Svansvottun-152-170924Sigurður Bragi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fanntófells, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-og loftslagsráðherra.