Fanntófell fær fyrsta Svansleyfið fyrir innréttingar
Fanntófell, aðildarfyrirtæki SI, fékk fyrsta Svansleyfið sem gefið hefur verið út hér á landi í viðmiðunum fyrir húsgögn og innréttingar þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku -og loftslagsráðherra, afhenti Svansleyfi fyrir borðplöturnar Fenix NTM, Arpa og Duropal.
Á vefsíðu Svansins kemur fram að á síðustu árum hafi fjöldi verkefna sem fari eftir nýbyggingar og endurbótaviðmiðum Svansins fyrir byggingar fjölgað gífurlega og hafi á sama tíma eftirspurn eftir vottuðum byggingarvörum aukist. Hér á landi hafi verið eitthvað úrval af slíkum vörum og séu örfáir íslenskir framleiðendur byggingarvara sem hafi hlotið Svansottun.
Þá kemur fram að Fanntófell hafi sýnt frumkvæði með því að ráðast í vottunarferlið og hafi ferlið verið lærdómsríkt bæði hjá Fanntófelli og Svaninum á Íslandi. Með þessum áfanga sýni fyrirtækið að þeim sé umhugað um að selja betri vörur, bæði fyrir viðskiptavini sína en einnig fyrir umhverfið.
Sigurður Bragi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fanntófells, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-og loftslagsráðherra.