Fréttasafn23. nóv. 2016 Mannvirki

Farið yfir nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins stóð fyrir hádegisverðarfundi í dag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri, greindi frá nýju svæðisskipulagi sem nefnist Höfuðborgarsvæðið 2040 og er sameiginleg uppbyggingaráætlun allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars var leitast við að svara spurningum eins og hvar á að byggja, hvað á að byggja og hvar á að þétta. Fundarstjóri var Eyjólfur Árni Rafnsson, varaformaður SI.