Fékk heyrnartól í vinning
Það voru margir sem tóku þátt í léttum spurningaleik sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir á UT messunni sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu. Dregið hefur verið úr innsendingunum og er vinningshafinn Anna Sóley og faðir hennar Kristján G. Arnarsson. Þau feðginin komu við á skrifstofu SI í vikunni og Anna Sóley tók við vinningnum sem eru glæsileg Bose heyrnartól.