Fréttasafn30. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Félag blikksmiðjueigenda fundaði í Vestmannaeyjum

Aðalfundur og árshátíð Félags blikksmiðjueiganda, FBE, fóru fram í Vestmannaeyjum 27.-29. apríl þegar 

hátt í 50 félagsmenn og makar þeirra flugu til eyja. Í Vestmannaeyjum bættust þrír félagsmenn í hópinn.

Á aðalfundinum sem haldinn var á föstudag var tillaga uppskipunarnefndar samþykkt einróma. Formaður er Sævar Jónsson. Í aðalstjórn eru Sævar Kristjánsson (situr áfram), Sigurrós Erlendsdóttir (situr áfram) og Ágúst Sumarliðason (nýr í aðalstjórn). Í varastjórn eru Bjargmundur Björgvinsson (situr áfram), Hallgrímur Atlason (situr áfram) og Stefán Lúðvíksson (nýr í varastjórn).

Á laugardeginum var boðið upp á dagskrá þar sem Stefán Þ. Lúðvíksson, eigandi Eyjablikks, stýrði ferðinni. Meðal annars voru smakkaðar kræsingar hjá Grími kokki, gosminjasafnið Eldheimar var skoðað, boðið var upp á bjórsmakk hjá Brothers Brewery og  endað á heimsókn í Eyjablikk þar sem leynigestir voru söngvarar Karlakórs Vestmannaeyja sem tóku nokkur lög fyrir gesti. Árshátíð FBE var síðan haldin á laugardagskvöldinu á Einsa Kalda þar sem veislustjóri var Stefán Þ. Lúðvíksson. 

20180428_112622

20180428_111550

20180428_135855

20180428_142111

20180428_152614
20180428_161717

20180428_205541

20180428_205724