Fréttasafn5. jan. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Félag snyrtifræðinga berst gegn svartri atvinnustarfsemi

„Við reynum allt sem við getum til þess að stöðva einhverja starfsemi sem er ekki lögleg en ég get náttúrlega ekki ráðist inn á einkaheimili fólks,“ segir Áslaug Traustadóttir, formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins, um fréttir mbl.is þess efnis að varað hafi verið við svartri atvinnustarfsemi snyrtistofa en töluvert hefur borið á auglýsingum um slíka starfsemi á vef- og samfélagsmiðlum.

Áslaug segir í fréttinni að það sé mikið eftirlit með því hvort starfs­fólk hafi tilskilda menntun til þess að starfa í greininni en snyrtifræði er lögvernduð iðngrein. Hún segir að það eitt af aðalmarkmiðum Félags íslenskra snyrtifræðinga að berjast gegn svarti starfsemi.

Nánar á mbl.is.