Fréttasafn8. sep. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Félagsmenn SI geta forskráð sig á stórsýninguna Verk og vit 2018

Forskráningu á stórsýninguna Verk og vit sem haldin verður í Laugardalshöll 8.-11. mars á næsta ári lýkur 15. september næstkomandi. Félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og þeim sýnendum sem tóku þátt í Verki og viti 2016 er boðið að forskrá sig áður en sýningin fer í almenna kynningu. Hér er hægt að forskrá.

Forskráningaraðilar hafa nú þegar tryggt sér um helming sýningarsvæðis. Á sýningunni árið 2016 var slegið aðsóknarmet en þá komu um 23.000 gestir. Félagsmenn SI fá 10% afslátt af fermetraverði á sýningarrými með eða án skilrúma, í gegnum samstarfssamning SI og Verks og vits, ef þeir skrá sig fyrir 15. september. ​