Fréttasafn



30. okt. 2020 Almennar fréttir

Félagsmenn SI geta setið netfund um viðskiptatækifæri á Indlandi

Sendiráð Indlands í Reykjavík býður félagsmönnum Samtaka iðnaðarins þátttöku í netfundi sem Samtök iðnaðarins á Indlandi, Confederation of Indian Industry - CII, ásamt utanríkisráðuneyti Indlands efna til fimmtudaginn 5. nóvember og hefst kl. 9.00 að íslenskum tíma. Félagsmenn SI skrá þátttöku á vef CII og er þátttaka gjaldfrjáls. Fyrirtækjum býðst að eiga staka fundi með mögulegum framtíðarviðskiptavinum. 

Á netfundinum verða viðskiptatækifæri milli Indlands, Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í kastljósinu. Meðal þess sem rætt verður er endurnýjanleg orka og hrein tækni, framleiðsla framtíðarinnar, upplýsingaöryggi, gervigreind, bláa hagkerfið, fjártækni, fjarskipti (5G), tölvuleikjaframleiðsla, heilbrigðistækni, verkfræði, aðfangakeðjur og flutningar. 

Hér er hægt að nálgast dagskrá fundarins. 

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, flytur ávarp á fundinum ásamt ráðherrum frá Indlandi, Finnlandi, Lettlandi, Eistlandi og Svíþjóð. Auk þess flytja nokkrir Íslendingar erindi á fundinum, meðal þeirra eru Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Davíð Þórisson, forstjóri Leviosa, og Aðalheiður Pálmadóttir, þróunarstjóri Controlant. 

Í kynningu á netfundinum kemur fram að Norðurlöndin séu framarlega þegar kemur að nýsköpun og sjálfbærni og Eystrasaltsríkin hafi náð markverðum árangri í tækniþróun. Til þess horfi Indverjar og telji raunar tækifærin fjölmörg í samstarfi atvinnulífs þjóðanna átta í norðri og Indlands. Sérstaklega þegar litið sé til þess hvernig nýsköpun og áhersla á sjálfbærni hafi eflt samkeppnishæfni ríkjanna íbúum landanna til hagsbóta. Náið samstarf einkageirans og opinberra aðila ásamt samvinnu við rannsóknarstofnanir þyki til fyrirmyndar. Þá séu góð tækifæri til samstarfs indverskra fyrirtækja við lítil og meðalstór fyrirtæki í norðri þó svo að mörg stórfyrirtæki hafi haslað sér völl á Indland.

Fundurinn leggur áherslu á þá geira sem tengjast stafrænu hagkerfi þar sem Norðurlönd og Eystrasaltslönd hafa þekkinguna og Indland býður upp á tækifæri. 

Dagskráin er í 10 liðum:

Inaugural Session 09:00 – 10:30 (1430-1600 India time)

Session 1: Renewable Energy and Clean Technologies 10:30 – 11:30 (16-17 India time)

Session 2: Factories of the Future 11:30 - 12:30 17-18

Session 3A: Artificial Intelligence (AI) and Blockchain 12:30 – 13:30 (18-19 India time)

Session 3B: Supply Chain and Logistics

Session 4A: Data and Cyber Security 13:15 – 14:15 (1845-1945 India time)

Session 4B: Digital infrastructure

Session 4C: Digital Gaming

Session 5A: Engineering and Innovation 14:00-14:45 (1930 -2015 India time)

Session 5B: The Blue Economy

Frekari upplýsingar og skráning: https://www.ciihive.in/SignUp.aspx?EventId=INBC

Indland_1603370633227