Fréttasafn15. sep. 2017 Almennar fréttir

Félagsmenn SI vilja stöðugt rekstrarumhverfi

„Hjá Samtökum iðnaðarins er starf okkar að standa undir væntingum félagsmanna og gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Tvennt stendur upp úr í samtölum við félagsmenn. Annars vegar vantar starfsfólk með menntun við hæfi og hins vegar er ákall um stöðugt rekstrarumhverfi.” Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóra SI, meðal annars í Svipmynd ViðskiptaMoggans þegar hann er spurður að því hverjar helstu áskoranirnar séu þessi misserin. 

Sigurður nefnir fjárlögin þegar hann er spurður hvaða lög hann mundi vilja breyta ef hann væri einráður í einn dag. „Mínar áherslur myndu endurspegla enn meiri fjárfestingu í framtíð Íslands. Þó er ég á því að fjármagn eitt og sér dugi ekki til að breyta hlutunum. Við þurfum að takast á við okkar helstu vandamál með skapandi hætti, nýjum hugmyndum, áræði og metnaði. Þannig verður Ísland í fremstu röð.”

Morgunblaðið, 14. september 2017.