Fréttasafn24. jan. 2020 Almennar fréttir

Félagsmönnum SI býðst rekstrarviðtal hjá Litla Íslandi

Félagsmönnum Samtaka iðnaðarins býðst að fá viðtal með rekstrarsérfræðingi Litla Íslands. Í viðtalinu er farið yfir helstu þætti í rekstrinum og hvar betur megi fara. Í framhaldinu er forsvarsmönnum fyrirtækisins bent á hvar þeir geta leitað frekari aðstoðar, hvort sem það er í formi fræðslu eða ráðgjafar. Í viðtalinu felst ekki rekstrarráðgjöf heldur fræðsla og handleiðsla um lykilþætti í rekstri.

Ef félagsmenn SI vilja nýta sér þennan möguleika er hægt að hafa samband við verkefnastjóra Litla Íslands, Ingibjörgu Björnsdóttur, í gegnum netfangið ingibjorg@sa.is.