Fréttasafn



8. sep. 2022 Almennar fréttir Félag húsgagna– og innréttingaframleiðenda Mannvirki Orka og umhverfi

FHIF með vinnustofu um umhverfismál

Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda, FHIF, stóð í vikunni fyrir vinnustofu um umhverfismál þar sem farið var yfir drög að sjálfbærnistefnu félagsins en stefnt er að útgáfu slíkrar stefnu innan skamms.

Sérfræðingar KPMG í sjálfbærni fyrirtækja leiddu vinnustofuna þar sem farið var yfir hvernig hægt er að styðja við umhverfisvæna framleiðslu húsgagna, innréttinga og annarra muna. Stefnan mun aðstoða félagsmenn í vegferð þeirra að umhverfisvænni framleiðslu og hönnun en um leið gefa þeim félagsmönnum sem þegar eru langt komnir í umhverfismálum tækifæri til að varpa ljósi á það sem þegar er vel gert á því sviði. Stefnt er að því að kynna stefnuna þegar hún liggur fyrir innan skamms. 

Fundur-07-09-2022_2

Fundur-07-09-2022_3 

Fundur-07-09-2022_5