Fréttasafn3. maí 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök sprotafyrirtækja

Fida Abu Libdeh endurkjörin formaður SSP

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica, var endurkjörin formaður stjórnar Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, á aðalfundi sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir skömmu. Auk hennar voru kjörnar í stjórn Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra Alor og Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis. Fyrir í stjórn sátu Alexander Jóhönnuson, stofnandi SVAI, Róbert Helgason, stofnandi og framkvæmdastjóri KOT, Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri og stofnandi Ankeris og Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri og meðstofnandi Solid Clouds. A

Á fundinum var farið yfir starfsár samtakanna en ljóst var að mikið hafði áunnist á árinu af þeim markmiðum sem SSP hafði sett sér í upphafi starfsársins. Félagsmenn ræddu sín á milli um ýmis málefni, þar bar hæst endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, samskipti við Tækniþróunarsjóð, staða kvenfrumkvöðla, skattfrádráttur fyrir einstaklingsfjárfesta og fleira.

Samtök sprotafyrirtækja eru málsvari frumkvöðla og sprotafyrirtækja á Íslandi en hátt í 40 fyrirtækja eiga nú aðild að SSP.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins. 

Mynd9_1651581342427Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins.

Mynd13_1651581386164Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, var fundarstjóri.

Mynd12_1651581430229Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica og formaður SSP, og Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeri og stjórnarmaður í SSP.