Fréttasafn



23. sep. 2025 Almennar fréttir

Fiðriki þökkuð störf í þágu íslensks iðnaðar

Friðrik Ágúst Ólafsson hefur látið af störfum hjá Samtökum iðnaðarins eftir 20 ára starf hjá samtökunum og lýkur hann þar með sínum starfsferli. Friðrik hóf störf hjá samtökunum árið 2005 og hefur gætt hagsmuna fyrirtækja í bygginga- og mannvirkjaiðnaði og verið í tengslum við fjöldann allan af félagsmönnum samtakanna úti um allt land.

Á löngu árabili bar Friðrik ábyrgð á talningu íbúða í byggingu og lagði þar með sitt af mörkum til að efla upplýsingar um bygginga- og mannvirkjaiðnað á Íslandi. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndband þar sem rætt er við Friðrik um framkvæmd talninganna.

Samtök iðnaðarins þakka Friðriki fyrir allt hans framlag í þágu félagsmanna og óska honum velfarnaðar eftir farsælt starf hjá samtökunum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, færði Friðriki blóm og kveðjugjöf frá samtökunum.

https://vimeo.com/519889787