Fréttasafn



19. des. 2016 Almennar fréttir

Fimm ljósmyndarar fá afhent sveinsbréf

Á jóla og 90 ára afmælisfundi Ljósmyndarafélags Íslands fór fram afhending sveinsbréfa til þeirra nema sem lokið höfðu sveinsprófi í almennri ljósmyndun í nóvember síðastliðnum auk inntöku nýrra félagsmanna í félagið.

Sveinsprófsnemarnir höfðu lokið námi sínu í ljósmyndun við Tækniskóla Íslands en fimm nemar þreyttu prófið að þessu sinni og fengu afhent sveinsbréf sín: Lilja Konráðsdóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Ólafur Andri Magnússon, Ólöf Sunna Gautadóttir og Thelma Gunnarsdóttir. Hópurinn var einnig boðinn velkominn í Ljósmyndarfélag Íslands sem fagnaði 90 ára afmæli á fundinum.

Á myndinni eru talið frá vinstri:  Arnaldur Halldórsson ljósmyndari í sveinsprófsnefnd, Ólöf Sunna Gautadóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Ólafur Andri Magnússon, Thelma Gunnarsdóttir og Lilja Konráðsdóttir nýsveinar, Guðmundur Viðarsson ljósmyndari og formaður sveinsprófsnefndar og Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari í sveinsprófsnefnd. Silja Rut Thorlacius ljósmyndari og í sveinsprófsnefnd var fjarverandi. Ljósmyndina tók Odd Stefán.