Finnskir fulltrúar kynna sér mannvirkjagerð á Íslandi
Fulltrúar systursamtaka SI í Finnlandi, Rakennus Teollisuus, heimsóttu Ísland fyrir skömmu til að kynna sér mannvirkjagerð á Íslandi. Í hópnum voru 15 manns, 4 starfsmenn finnsku samtakanna og 11 manna stjórn finnskra verktaka á sviði mannvirkjagerðar.
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, og Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, tóku á móti hópnum í Húsi atvinnulífsins og kynntu meðal annars starfsemi SI og starfsumhverfi mannvirkjaiðnaðar hér á landi.
Þá heimsóttu gestirnir Nýja Landspítalannn þar sem kynnt voru mannvirkin sem verið er að reisa. Að kynningu lokinni fengu gestirnir leiðsögn um verkstaðinn. Myndin hér fyrir ofan er tekin við Nýja Landspítalann. Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, er lengst til hægri á myndinni.
Finnsku gestirnir í heimsókn á skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, er lengst til vinstri og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, er lengst til hægri.