Spurt verður um Hugverka- og tækniklasa á málstofu á morgun
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, verður með innlegg á málstofu sem haldin verður á morgun 1. desember á Hilton Reykjavík Nordica hóteli kl. 9-11. „Að vera eða vera ekki...klasi“ er yfirskrift málstofunnar sem er á vegum Klasaseturs Íslands í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands.
Klasar eru starfræktir í öllum meginstoðum íslensk atvinnulífs. Á málstofunni verður leitað svara við spurningunum af hverju klasasamstarf og hverju skila klasar umfram hefðbundið samstarf. Rætt verður um reynsluna af Sjávarklasa, Jarðvarmaklasa og Ferðaklasa og spurt verður um Hugverka- og tækniklasa.
Dagskrá
09:00 Setning
09:05 Að vera eða vera ekki…klasi - Runólfur S. Steinþórsson, HÍ
09:20 Klasar og framtíðin - Sævar Kristinsson, KPMG
09:35 Klasasamstarf í meginstoðum atvinnulífsins - Hannes Ottósson, NMÍ
09:50 Kaffi
10:10 Sjávarútvegur - Berta Daníels, Sjávarklasi
10:20 Orka - Viðar Helgason, Jarðvarmaklasi
10:30 Ferðaþjónusta - Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Ferðaklasi
10:40 Hugverk og tækni - Almar Guðmundsson, Samtök iðnaðarins
10:50 Samantekt og slit
Skráning á málstofuna.