Fréttasafn



13. des. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja Starfsumhverfi

Fjallað um skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa

Á rafrænum fræðslufundi Samtaka iðnaðarins og Samtaka sprotafyrirtækja var fjallað um skattafrádrátt vegna hlutabréfakaupa. Erindi fluttu Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdarstjóri og stofnandi Myrkur Games, og Ásgeir Skorri Thoroddsen, verkefnastjóri og sérfræðingur hjá KPMG í lögfræðilegri ráðgjöf til nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækja, frumkvöðla og fjárfesta í nýsköpunargeiranum. Fundarstjórar voru Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI, og Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdarstjóri og stofnandi Myrkur Games, sagði frá fyrirtækinu og hvernig fyrirtækið hefur nýtt sér úrræðið. Sagði hann úrræðið mikilvægan hvata til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og hvetja til hærri fjárfestinga fjárfesta. Hér má nálgast glærur Halldórs.

Ásgeir Skorri Thoroddsen, verkefnastjóri og sérfræðingur hjá KPMG í lögfræðilegri ráðgjöf til nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækja, frumkvöðla og fjárfesta í nýsköpunargeiranum, fjallaði um skilyrði sem hlutafélög þurfa að uppfylla og þau skilyrði sem einstaklingar sem nýta sér úrræðið þurfa að uppfylla. Fór hann inn á að fjárfestar hefðu ekki nægilega þekkingu á úrræðinu og því væri mikilvægt fyrir stjórnendur sprotafyrirtækja að kynna úrræðið og þær breytingar sem hafa orðið á þeim skilyrðum seim einstaklingar og fyrirtæki þurfa að uppfylla til að hægt sé að nýta sér úrræðið. Í máli hans kom fram að síðustu ár hafi endurgreiðsluhlutfall hækkað auk þess sem skilyrði til nýtingar hafi verið rýmkuð.

Í lok fundar fóru fram umræður þar sem fundarmenn voru sammála um að mikilvægt væri að framlengja úrræðinu. 

Fundur-desember-2021_1

Fundur-desember-2021_2