Fréttasafn19. maí 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Fjallað um stöðu og horfur í matvælaiðnaði á Íslandi

Matvælaráð SI stóð fyrir opnum fundi um sókn íslensks matvælaiðnaðar í dag í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum kom meðal annars fram að matvælaiðnaður á Íslandi veltir 173 milljörðum króna og 5.500 eru starfandi í greininni sem er tæplega 3% af heildarfjölda starfandi á landinu. Á fundinum var fjallað um framtíðartækifærin í fjölbreyttum matvælaiðnaði auk þess sem kynntar voru niðurstöður könnunar um helstu áskoranir og áherslur matvælafyrirtækja. Þá kom fram að matvælaframleiðsla hér á landi væri fjölbreytt og taki meðal annars til framleiðslu á brauði og kökum, kaffi, tilbúnum réttum, kjöti, kornvörum, krydd- og bragðefnum, mjólkurvörum, sultu, smjörlíki, súkkulaði, sælgæti, snakki, poppi, drykkjarvörum og áfengi.

Í upphafi fundarins flutti Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, ávarp. Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI, fór yfir áherslumál Matvælaráðs SI og niðurstöður könnunar. Úlfar Biering Valsson, hagfræðingur SI, fór yfir stöðu og horfur í matvælaiðnaði nú þegar miklar verðhækkanir eru að koma fram meðal annars á hrávöru og flutningum. Síðasta erindi fundarins var Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, sem fjallaði um nýsköpunarumhverfi matvæla og hvaða stuðning hægt er að leita eftir meðal annars með endurgreiðslum á rannsóknar- og þróunarkostnaði. Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, var fundarstjóri.

Fundinum var streymt frá Facebook SI þar sem hægt er að nálgast upptöku.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hér er hægt að nálgast upptöku frá fundinum.

https://vimeo.com/711623335


Mynd2_2Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Mynd3_3Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI.

Mynd4_4Úlfar Biering Valsson, hagfræðingur SI.

Mynd7_1652964992770Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

Mynd1_1Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, var fundarstjóri.

Mynd4_1652965057488Á myndinni má sjá Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, Árni Sigurjónsson, formann SI, og Fidu Abu Libdeh, framkvæmdastjóra GeoSilica og formann Samtaka sprotafyrirtækja, SSP.

Mynd5_1652965077195Á myndinni má sjá Tjörva Bjarnason hjá Matlandi, Ragnheiði Héðinsdóttur fyrrum starfsmann SI, og Halldór Halldórsson, forstjóra Íslenska kalkþörungafélagsins og stjórnarmann í Samtökum iðnaðarins.