Fréttasafn14. sep. 2021 Almennar fréttir

Fjárfesta í grunninnviðum sem aðrir hlutir vaxa á

Kristrún Frostadóttir, Samfylkingu, sagði á kosningafundi SI að hún teldi það mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að þessi innviðaskuld sem hafi safnast upp hafi gert það að verkum að viðhald og innviðauppbygging sé orðin dýrari en ella á sumum svæðum. „Ég hef oft tekið þetta dæmi um hús sem að er farið að leka og það er ekki bara gert við það. Og nokkrum árum seinna eða tugum árum seinna þá er orðið mun dýrara að eiga við það, í sumum tilfellum þarf ef til vill að rífa húsið.“

Hún sagði að við verðum að fara að hugsa víðar um skuldsetningu en bara eitthvað sem við getum sett niður á blað hverju og einu sinni. „Finnst mér til dæmis áhugavert í því samhengi að við erum mjög upptekin af lífeyrissjóðsskuldum og lífeyrissjóðsmálum. Mjög mikið er talað um B-deild LSR, við getum sett það upp á punkt og prik. En það talar enginn um hvað við munum mögulega þurfa að borga í heilbrigðiskerfinu eftir 10-20 ár.“

Kristrún sagði kerfið allt byggt á sjóðstreymi og það skipti gríðarlega miklu máli af því að ríkið sé í annarri stöðu en til dæmis fyrirtæki og heimili. „Það á að hugsa dýnamískara. Það þarf ekki alltaf að reka sig á núlli. Vegna þess að það er að fjárfesta í ákveðnum grunninnviðum sem aðrir hlutir vaxa á. Þannig að það sem gerist þegar við ætlum að reyna að vinna allt of hratt á svona erfiðu tímabili er að það er eiginlega alltaf fjárfestingin sem er skorin niður. Þannig að ég ætla að vona svo innilega að við förum inn í þetta tímabil með svolítið annan heila og haus þegar kemur að viðmóti til skuldsetningar og fjárfestingar vegna þess að við erum í rauninni bara að fiffa bókhaldið til skamms tíma ef við spörum í þessum lið, það liggur alveg fyrir.“

Si_kosningafundur_2021-35Kristrún Frostadóttir, Samfylking, á kosningafundi SI.

Hér er hægt að nálgast kosningafund SI.

https://vimeo.com/600871564