Fréttasafn



18. mar. 2021 Iðnaður og hugverk Samtök sprotafyrirtækja

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum

Eftir aðalfund Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, sem verður haldinn í dag fimmtudaginn 18. mars verður beint streymi frá opnum fundi kl. 16.30-18.00.  

Dagskrá

16.00-16.30 Aðalfundur SSP í Borgartúni 35 - Vegna sóttvarnareglna er mikilvægt að skrá sig á aðalfundinn hér

16.30-18.00 Opinn fundur sem verður í beinu streymi - Við fáum góða gesti, Margréti O. Ásgeirsdóttur frá Brunni Ventures, Guðmund Árnason frá Controlant og Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur frá Eyri Vöxtur sem munu kynna sín félög og hvernig þau horfa á samfélagslega ábyrgð í sinni starfsemi og fyrirtækjum sem fjárfest er í.

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum

  • Margrét O. Ásgeirsdóttir frá Brunni Ventures. Brunnur hefur nýlega lokið fjármögnun á vísisjóði (e. venture capital fund) sem ber nafnið Brunnur vaxtarsjóður II.
  • Guðmundur Árnason frá Controlant. Hug- og vélbúnaður Controlant hefur verið mikilvægur hlekkur í dreifingu bóluefna vegna COVID-19 og fer Guðmundur yfir vöxt fyrirtækisins og með hvaða hætti fjármögnun þess hefur átt sér stað.
  • Stefanía Guðrún Halldórsdóttir frá Eyri Vöxtur. Eyrir Vöxtur er nýr vísisjóður hjá Eyrir Venture Management. 

Að loknum kynningum verða umræður.

Hér er hægt að horfa á beint streymi frá opna fundinum:

https://vimeo.com/525186311