Fjárfestir í menntatækni í heimsókn á Íslandi
Hannes Aichmayr, fjárfestir hjá fjárfestingarsjóðnum Bright Eye Ventures, var gestur Samtaka menntatæknifyrirtækja (IEI) í síðustu viku. Bright Eye Ventures er stærsti fjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í menntatækni í Evrópu. Heimsóknin var samstarfsverkefni IEI, SI og Íslandsstofu en markmið hennar var að kynna íslenska fjárfesta og stjórnmálaleiðtoga fyrir möguleikum sem felast í að fjárfesta í menntatækni.
Hannes fundaði með Ásmundi Einari Daðasyni, barna- og menntamálaráðherra, Þórdísi Sigurðardóttur, forstjóra Mennta- og skólaþjónustustofu, fulltrúa í allsherjar- og menntamálanefnd og með stjórn Samtaka menntatæknifyrirtækja. Þá hélt Hannes erindi á viðburði SI, IEI og Íslandsstofu um fjárfestingar í menntatækni fyrir íslenska fjárfesta og menntatæknifyrirtæki. Í erindinu kom fram að sérfræðingar hjá Bright Eye sjá mikil ónýtt tækifæri í fjárfestingum í menntatækni, að menntafyrirtækjum sem tekst að koma undir sig fótunum séu almennt mjög langlíf og að með breytingum á skólakerfinu og samfélaginu hafi þarfir fyrir fjölbreyttar tæknilausnir í menntun aukist og muni aukast á komandi árum.
Á myndinni hér fyrir ofan eru Ásta Olga Magnúsdóttir hjá Gagarín, Helgi S. Karlsson hjá Beanfee, Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá SI, Hannes Aichmayr hjá Bright Eye Ventures, Hinrik Jósafat ATlason hjá Atlas Primer, Íris E. Gísladóttir hjá Evolytes og Jón Gunnar Þórðarsson hjá Bara Tala.
Hannes Aichmayr hjá Bright Eye Ventures.
Íris E. Gísladóttir hjá Evolytes.
Hrönn Greipsdóttir hjá NSA, Svana Gunnarsdóttir hjá Frumtaki, Örn Viðar Skúlason hjá NSA og Arnbjörn Ingimundarson hjá Gnitanesi fjárfestingafélagi.