Fréttasafn20. apr. 2020 Almennar fréttir

Fjarfundir fyrir félagsmenn á miðvikudaginn

SA og aðildarfélög, þar á meðal SI, standa fyrir þremur fjarfundum fyrir félagsmenn sína næstkomandi miðvikudag 22. apríl. Um er að ræða klukkustundarfundi í gegnum fjarfundarforrit þar sem félagsmönnum gefst færi á að senda spurningar í gegnum spjallþráð forritsins. Hlekkir á hvern fundanna þriggja verður sendur í tölvupósti þegar nær dregur fundunum. 

  • Fjarfundur með ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Á miðvikudaginn kl. 11.00 gefst stjórnendum aðildarfélaga kostur á ræða við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um stöðu íslensks atvinnulífs og aðgerðir stjórnvalda.
  • Fjarfundur um virkan vinnutíma og yfirvinnu 1 og 2. Á miðvikudaginn kl. 13.00 verður fjarfundur þar sem lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA fara yfir helstu þætti um virkan vinnutíma iðnaðarmanna, yfirvinnu 1 og 2 og svara fyrirspurnum félagsmanna um framkvæmdina. Ítarlegar upplýsingar um upptöku virks vinnutíma og yfirvinnu 1 og 2 er að finna á vinnumarkaðsvef SA.
  • Fjarfundur um hlutavinnu og hlutabætur. Á miðvikudaginn kl. 14.30 verður fjarfundar þar sem lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA fara yfir helstu álitamál vegna úrræðis stjórnvalda um hlutabætur á móti lækkuðu starfshlutfalli. Fulltrúi frá Vinnumálastofnun mun einnig sitja fundinn og svara spurningum um framkvæmd og greiðslu hlutabóta. Ítarlegar upplýsingar um hlutabótaúrræðið má finna á vinnumarkaðsvef SA .