Fréttasafn



28. apr. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Fjarfundur fyrir félagsmenn með forsætisráðherra

Samtök atvinnulífsins, aðildarsamtök ásamt Viðskiptaráði Íslands hafa boðað til fjarfundar með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem stjórnendum aðildarfélaga gefst kostur á að ræða við ráðherrann um stöðu íslensks atvinnulífs og aðgerðir stjórnvalda. Fundurinn fer fram á morgun miðvikudaginn 29. apríl kl. 11.00.

Um er að ræða klukkustundarfund í gegnum fjarfundarforritið Zoom þar sem félagsmönnum gefst færi á að senda ráðherra spurningar, milliliðalaust, í gegnum spjallþráð forritsins.

Stjórnendur aðildarfélaga fá hlekk á fundinn sendan í tölvupósti frá SA.