Fréttasafn



30. jún. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fjármála- og efnahagsráðherra skoðar gagnaver í Reykjanesbæ

Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, heimsótti gagnaver Advania og Verne Global á Fitjum í Reykjanesbæ í gær ásamt formanni Samtaka iðnaðarins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Á móti þeim tóku fulltrúar Samtaka gagnavera (DCI) og sýndu þeim gagnaverin. Að lokinni skoðunarferð um húsakynnin var staða gagnaveraiðnaðar á Íslandi kynnt en iðnaðurinn hefur stækkað mikið síðustu ár og er vænst enn meiri stækkunar á næstu misserum. Helstu áskoranir iðnaðarins voru ræddar en skortur á gagnatengingum við útlönd (sæstrengir), hár kostnaður við bandvídd og raforkumál voru meðal þess sem rætt var um en það eru helstu þættir sem hafa hamlandi áhrif á vöxt iðnaðarins.

Á myndinni má sjá ráðherrann Benedikt Jóhannesson, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, og Jóhann Þór Jónsson, formann Samtaka gagnavera, ásamt fulltrúum Samtaka gagnavera og starfsmönnum Samtaka iðnaðarins.