30. jún. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fjármála- og efnahagsráðherra skoðar gagnaver í Reykjanesbæ

Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, heimsótti gagnaver Advania og Verne Global á Fitjum í Reykjanesbæ í gær ásamt formanni Samtaka iðnaðarins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Á móti þeim tóku fulltrúar Samtaka gagnavera (DCI) og sýndu þeim gagnaverin. Að lokinni skoðunarferð um húsakynnin var staða gagnaveraiðnaðar á Íslandi kynnt en iðnaðurinn hefur stækkað mikið síðustu ár og er vænst enn meiri stækkunar á næstu misserum. Helstu áskoranir iðnaðarins voru ræddar en skortur á gagnatengingum við útlönd (sæstrengir), hár kostnaður við bandvídd og raforkumál voru meðal þess sem rætt var um en það eru helstu þættir sem hafa hamlandi áhrif á vöxt iðnaðarins.

Á myndinni má sjá ráðherrann Benedikt Jóhannesson, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, og Jóhann Þór Jónsson, formann Samtaka gagnavera, ásamt fulltrúum Samtaka gagnavera og starfsmönnum Samtaka iðnaðarins.  


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.