Fréttasafn19. maí 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fjögur fagfélög SI sýna á Amazing Home Show

Á sýningunni Amazing Home Show sem opnar í dag í Laugardalshöllinni eru fjögur fagfélög innan Samtaka iðnaðarins sem eru þátttakendur. Það eru Meistarafélag bólstrara, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra snyrtifræðinga og Klæðskera- og kjólameistarafélagið. 

Gullsmiðir verða á staðnum og ætla að kynna sitt fag og veita ráðgjöf. Einnig geta gesti komið við hjá þeim og fengið aðstoð við hreinsun á skarti. Kjól- og klæðskerar verða með pop-up vinnustofu auk þess að sýna fallegar flíkur sem koma úr þeirra smiðjum þar sem einstakt handbragð nýtur sín. Bólstrarar verða með pop-up vinnustofu á sýningunni og ætla að veita gestum ráðgjöf um bólstrun. Á sýningunni geta gestir fylgst með fagmönnum að verki við að bólstra stól. Fimm snyrtistofur innan Félags íslenskra snyrtifræðinga eru þátttakendur á sýningunni en það eru Snyrtistofan Paradís, Dekurhornið snyrtistofa, Heilsa og fegurð, Lipurtá og Fegurð Spa. Þær verða meðal annars með kynningar á nýjum meðferðum sem eru að koma á markaðinn, auk kynninga á naglaskreytingum, húðvörum og augnháralengingum. 

Sýningin er opin alla helgina. Nánar á Amazing Home Show.

Myndir á SI-Facebook.