Fréttasafn16. jan. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fjölbreytt dagskrá á Degi prents og miðlunar

Dagur prents og miðlunar verður haldinn 27. janúar næstkomandi en að deginum standa IÐAN fræðslusetur, Grafía og Samtök iðnaðarins. Þetta er í þriðja sinn sem dagur prents- og miðlunar er haldinn. 

Þennan dag hittast starfsmenn og eigendur í prenti, miðlun og hönnunargreinum í Vatnagörðum 20 þar sem boðið er upp á fræðslu og skemmtun. Dagskráin hefst kl. 15 þegar Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs, setur dagskránna. Fram til kl. 18 verða fluttir rúmlega 20 fyrirlestrar um pappír og umbúðir, framtíðina, hönnun og ýmis áhugaverð málefni. Þegar fyrirlestrum lýkur kl. 18 verður boðið upp á skemmtun með Ara Eldjárn, tónlist og léttar veitingar til kl. 20. 

Á deginum verður einnig sýning þar sem birgjar sýna vörur sínar og hitta viðskiptavini. Undanfarin ár hefur þessi dagur tekist vel og stefnt er að því að það sama verði upp á teningnum í ár.

Nánar á vef IÐUNNAR.  Einnig er hægt að fylgjast með á Facebook.