4. mar. 2019 Almennar fréttir

Fjölbreytt dagskrá á Iðnþingi 2019

Iðnþing Samtaka iðnaðarins fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn næstkomandi 7. mars kl. 14.00

Íslenskur iðnaður í fortíð, nútíð og framtíð er yfirskrift þingsins. Á Iðnþingi 2019 verður þess minnst að 25 ár eru liðin frá stofnun Samtaka iðnaðarins. Íslenskur iðnaður hefur verið órjúfanlegur hluti af sögu Íslands og verður horft á það sem áunnist hefur í áranna rás, varpað verður upp myndum af stöðu dagsins í dag, auk þess sem rýnt verður í framtíðina sem er rétt handan við hornið.

Á þinginu flytja ávörp Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Að loknum ávörpum og innslögum forkólfa úr íslenskum iðnaði verður efnt til umræðna um helstu viðfangsefni iðnaðar með þátttöku formanns SI, ráðherra og Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel. Umræðum stýrir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, lýkur síðan þinginu með samantekt. Boðið verður upp á léttar veitingar í lok þingsins. 

Hér er hægt að skrá sig á Iðnþing 2019. 

Idnthing-2019-vidmaelendur-loka

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.