17. mar. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Fjölbreytt tækifæri kalla á aukið framboð af grænni orku

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, flutti erindi á ársfundi Samorku sem fór fram í Norðurljósum í Hörpu í gær. Þar fjallaði hún um græna iðnbyltingu og sagði orkuskipti, nýsköpun og fjárfestingar vera lykilatriði. Hún sagði meðal annars að eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku hefði líklega aldrei verið meiri vegna loftslagsmarkmiða, orkuskipta og uppbyggingar í fjölbreyttum grænum iðnaði sem eigi sér stað um allan heim. 

Þá kom fram í máli Sigríðar að margvísleg stefnumótun stjórnvalda á síðustu árum tengdist uppbyggingu græns iðnaðar, meðal annars græni dregillinn og útflutningsstefna Íslands. Hún sagði mikil tækifæri vera í uppbyggingu hér á landi í fjölbreyttum grænum iðnaði, meðal annars vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu vegna orkuskipta. Allt þetta kallaði hins vegar á aukið framboð af grænni orku og uppbyggingu í orkukerfinu. Þá sagði Sigríður að Ísland stæði frammi fyrir stórum ákvörðunum um aukna raforkuframleiðslu vegna loftslagsmarkmiða.

Hér er hægt að nálgast glærur Sigríðar á fundinum.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum.

SM-a-Samorkufundi-mars-2022_1Sigriður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, á fundi Samorku í Hörpu.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.