Fréttasafn22. okt. 2020 Almennar fréttir

Fjölbreytt viðskiptatækifæri á Indlandi

Félagsmenn Samtaka iðnaðarins hafa möguleika á þátttöku í rafrænum viðburði sem Samtök iðnaðarins á Indlandi, Confederation of Indian Industry - CII, ásamt utanríkisráðuneyti Indlands efna til fimmtudaginn 5. nóvember. Þar verða viðskiptatækifæri milli Indlands, Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í kastljósinu. Meðal þess sem rætt verður er endurnýjanleg orka og hrein tækni, framleiðsla framtíðarinnar, upplýsingaöryggi, gervigreind, bláa hagkerfið, fjártækni, fjarskipti (5G), tölvuleikjaframleiðsla, heilbrigðistækni, verkfræði, aðfangakeðjur og flutningar.

Félagsmenn SI skrá þátttöku á vef CII og er þátttaka gjaldfrjáls. Fyrirtækjum býðst að eiga staka fundi með mögulegum framtíðarviðskiptavinum. Samtök iðnaðarins á Indlandi voru stofnuð árið 1895 og eru með skrifstofur og samstarfsaðila víða um heiminn.

Norðurlöndin eru framarlega þegar kemur að nýsköpun og sjálfbærni og Eystrasaltsríkin hafa náð markverðum árangri í tækniþróun. Til þess horfa Indverjar og telja raunar tækifærin fjölmörg í samstarfi atvinnulífs þjóðanna átta í norðri og Indlands. Sérstaklega þegar litið er til þess hvernig nýsköpun og áhersla á sjálfbærni hefur eflt samkeppnishæfni ríkjanna íbúum landanna til hagsbóta. Náið samstarf einkageirans og opinberra aðila ásamt samvinnu við rannsóknarstofnanir þykir til fyrirmyndar. Þá séu góð tækifæri til samstarfs indverskra fyrirtækja við lítil og meðalstór fyrirtæki í norðri þó svo að mörg stórfyrirtæki hafi haslað sér völl á Indland.

Hér er hægt að nálgast dagskrá.

Frekari upplýsingar og skráning: https://www.ciihive.in/SignUp.aspx?EventId=INBC


Indland_1603370633227