Fréttasafn



2. nóv. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Fjöldatakmörkun miðast við 10 viðskiptavini auk starfsfólks

Samtök iðnaðarins hafa fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu að  3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1051/2020 um 10 manna fjöldatakmörkun skv. 1. mgr. 3. gr. í verslunum sé miðuð við viðskiptavini. Til viðbótar 10 viðskiptavinum geta því verið starfsmenn. 

Það hefur verið málum blandið hvort um væri að ræða 10 manna fjöldatakmörkun sem taki til starfsfólks verslana og viðskiptavina eða hvort eingöngu sé verið að vísa til viðskiptavina. Nú hefur fengist staðfesting á að um er að ræða 10 viðskiptavini til viðbótar við starfsfólk. Þetta á þó við aðrar verslanir en lyfja- og matvöruverslanir þar sem er 50 manna hámarksfjöldi viðskiptavina.

Jafnframt staðfestir ráðuneytið að um starfsmenn gildi þá 2. mgr. 3. gr. þannig að þeir geta ekki verið fleiri en 10 í hverju sóttvarnahólfi (óháð fjölda viðskiptavina), þ.e. ekki mega fleiri deila aðstöðu, s.s. kaffistofu, salerni og búningsherbergi.

Hér er hægt að nálgast reglugerð um samkomutakmarkanir sem gilda til 17. nóvember.