Fréttasafn



2. nóv. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fjöldi erinda á afmælisráðstefnu Hugverkastofunnar

30 ára afmælisráðstefna Hugverkastofunnar fer fram fimmtudaginn 4. nóvember kl. 12.45-16.15 með yfirskriftinni IP and sustainability: Innovation for a brighter future. Viðfangsefni ráðstefnunnar er samspil hugverka, nýsköpunar og sjálfbærni. Að dagskrá lokinni er boðið til móttöku með léttum veitingum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur opnunarávarp ráðstefnunnar. Fyrirtækin Carbfix, Landsvirkjun, Carbon Recycling International, Controlant, Orf Líftækni og VAXA fjalla um hvernig þau hafa nýtt hugverkaréttindi til að koma grænum nýsköpunarlausnum sínum í framkvæmd. Auk þess flytja fulltrúar Grænvangs, Samtaka iðnaðarins og Icelandic Startups erindi á ráðstefnunni. Forstjórar og forseti þriggja alþjóðastofnanna á sviði hugverkaréttinda ávarpa ráðstefnuna en um er að ræða Alþjóðahugverkastofnunina (WIPO), Evrópsku einkaleyfastofuna (EPO) og Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO).

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, flytur erindið The transition towards an innovation-driven economy - the case of Iceland þar sem farið verður yfir vöxt hugverkaiðnaðar á undanförnum árum og þá þætti sem stuðlað hafa að þeirri jákvæðu þróun. Sigríður tekur einnig þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá Icelandic Startups, Auðnu Tæknitorgi og matvælafyrirtækinu Vaxa. 



Hér er hægt að skrá sig. 

Hér er hægt að nálgast dagskrá ráðstefnunnar.

Viðburðurinn á Facebook