Fréttasafn



10. nóv. 2020 Almennar fréttir Menntun

Fjöldi umsókna í iðn- og tæknifræðideild HR tvöfaldast

Fjöldi umsókna í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur tvöfaldast á tveimur árum. Á morgun miðvikudaginn 11. nóvember kl 12.00 verður haldinn fyrirlestur þar sem farið verður yfir verkefnið Háskólamenntun eftir iðnnám sem hefur verið unnið að síðastliðin misseri í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Tækniskólann, Iðuna fræðslusetur og Rafmennt.

Verkefnið gengur út á að bæta flæði á milli iðnnáms og háskólanáms og auðvelda og hvetja til þátttöku iðnmenntaðra í háskólanámi en atvinnulífið kallar mjög eftir fólki sem hefur bæði iðn- og háskólamenntun. Í fyrirlestrinum kynnir Lilja Björk Hauksdóttir, verkefnastjóri í iðn- og tæknifræðideild, framkvæmd verkefnisins, stöðuna í dag, ávinning og hvert framhaldið verður.

Hér er hlekkur á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/idnogtaekni2020

Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/676769043233685/