Fréttasafn



25. nóv. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Fjölgun fyrirtækja í Vetnis- og rafeldsneytissamtökunum

Aðalfundur Vetnis- og rafeldsneytissamtakanna, VOR, var haldinn í Húsi atvinnulífsins í gær. Fyrirtækjum í samtökunum hefur fjölgað verulega en við stofnun fyrir um ári síðan voru fjögur fyrirtæki aðilar að VOR en telja nú alls níu fyrirtæki. Á fundinum var kjörin nýr meðstjórnandi Guðbjörg Rist Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Atmonia. Fyrir í stjórn eru Auður Nanna Baldvinsdóttir, IðunnH2, formaður, Eyjólfur Lárusson, Carbon Iceland, Hallmar Halldórsson, Clara Artic Energy, og Tryggvi Þór Herbertsson, Qair Iceland.

Vetnis- og rafeldsneytissamtökin voru stofnuð í nóvember 2021 og starfa sem starfsgreinahópur innan SI. Samtökin hafa það að markmiði að fræða almenning, atvinnulíf og stjórnvöld um umhverfislegan og efnahagslegan ávinning vetnis. Samtökunum er auk þess ætlað að hafa áhrif á mótun nýrra staðla og regluverks þar sem miðað er að samkeppnishæfum starfsskilyrðum. 

Á fundinum var ársskýrsla VOR flutt þar sem fjallað var um helstu verkefni og störf stjórnar á liðnu starfsári. Þá var umræða um áherslur samtakanna á komandi ári og almennar umræður um hvernig samtökin geta beitt sér enn frekar fyrir bættum starfsskilyrðum fyrirtækja í vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu, þ.m.t. stefnumörkun stjórnvalda, sem og mikilvægi þessara fyrirtækja í þeim orkuskiptum sem framundan eru.

Á myndinni hér fyrir ofan er stjórn VOR, talið frá vinstri, Auður Nanna Baldvinsdóttir, IðunnH2, formaður, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Atmonia, Hallmar Halldórsson, Clara Artic Energy, Eyjólfur Lárusson, Carbon Iceland, og Tryggvi Þór Herbertsson, Qair Iceland.

Stjorn-2022_2Sigurður Ólafsson, Linde Gas, Auður Nanna Baldvinsdóttir, IðunnH2, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Atmonia, Hallmar Halldórsson, Clara Artic Energy, Eyjólfur Lárusson, Carbon Iceland, Tryggvi Þór Herbertsson, Qair Iceland, og Magnús Bjarnason, Fjarðarorka HoldCo.