Fréttasafn



21. nóv. 2016 Almennar fréttir

Fjölmenn aðventugleði hjá konum í iðnaði

Konur í iðnaði áttu góða stund saman í síðastliðinn fimmtudag þegar Samtök iðnaðarins stóðu fyrir aðventugleði á Vox Club. Þetta er í þriðja sinn sem samtökin standa fyrir viðburði af þessu tagi. Forsetafrúin Eliza Reid flutti erindi ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni SI, og Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, dósent í HÍ. Góður rómur var gerður að erindum þeirra allra. Boðið var upp á léttar veitingar og tónlist.

Markmiðið með aðventugleðinni er að gefa konum sem starfa í iðnaði tækifæri til að kynnast, spjalla og sýna drifkraftinn sem þær búa yfir. Innan Samtaka iðnaðarins eru 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Þó fyrirtækin séu ólík vinna samtökin að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum í nánu samráði fyrir fyrirtækin sjálf með það að markmiði að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Um hundrað konur tóku þátt í gleðinni.  

Á Facebook er hægt að skoða myndasafn frá aðventugleðinni.