Fjölmennir fundir Akureyrarbæjar um íbúðauppbyggingu
Fjölmennt var á tveimur opnum skipulagsfundum sem Akureyrarbæjar hélt í Hofi. Fyrri fundurinn var ætlaður hagaðilum, svo sem byggingaverktökum, fasteignasölum, mannvirkjahönnuðum og öðrum sem koma að uppbyggingu bæjarins og seinni fundurinn var ætlaður íbúum. Á vef Akureyrarbæjar segir að þetta sé í annað sinn sem slíkir fundir séu haldnir og stefnt sé að því að þeir verði fastur liður í starfsemi bæjarins, með því gefist íbúum og hagaðilum kostur á að taka virkan þátt í umræðu um skipulag og ásýnd Akureyrar.
Hér er hægt að nálgast kynningarnar:
Kynning um skipulagsmál fyrir fagaðila
Kynning um skipulagsmál fyrir íbúa
Kynning á framkvæmdum bæjarins fyrir íbúa
Á vef Akureyrarbæjar er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

