Fréttasafn28. jan. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fjölmennt á Degi prents og miðlunar

Dagur prents og miðlunar var haldinn síðastliðinn föstudag í fræðslusetri IÐUNNAR í Vatnagörðum 20. Þetta var í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn en það eru IÐAN, Grafía og Samtök iðnaðarins sem standa að deginum. Að venju var boðið upp á fjölbreytta fræðsludagskrá og sýningu birgja. Að lokinni fræðsludagskránni var boðið upp á léttar veitingar og skemmtun og var það Ari Eldjárn sem skemmti gestum. 

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Guðrún Hafsteinsdóttur, formann SI, og Hildi Elínu Vignir, framkvæmdastjóra IÐUNNAR, ræða við nokkra nemendur frá Tækniskólanum. Hér fyrir neðan eru myndir frá deginum sem Grímur Kolbeinsson tók.

4R4A0360

4R4A0336

4R4A0341

4R4A0344Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur, flutti erindi um kápur og bókarklæði.

4R4A0389Gunnar Karl Gunnlaugsson, Guðrún Birna Jörgensen hjá SI og Anna Haraldsdóttir hjá Árvakri. 

_DSF7098

4R4A0402

_DSF7119Ari Eldjárn skemmti gestum eins og honum einum er lagið.

4R4A0390Ingi Rafn Ólafsson, sviðsstjóri prent og miðlunar hjá IÐUNNI. 

4R4A0396Fulltrúar þeirra sem standa að Degi prents og miðlunar: Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, Ingi Rafn Ólafsson, sviðsstjóri prent og miðlunar hjá IÐUNNI og Hrönn Magnúsdóttir hjá Grafíu.