Fjölmennt á Degi prents og miðlunar
Fjölmennt var á Degi prents og miðlunar sem haldinn var í fræðslusetri Iðunnar að Vatnagörðum. Það eru IÐAN, Grafía og Samtök iðnaðarins sem standa að deginum sem að þessu sinni var haldinn í sjötta sinn. Dagskrá dagsins var fjölbreytt þar sem lögð var áhersla á að kynna helstu strauma og stefnur í prentun, hönnun og miðlun. Að lokinni fræðsludagskrá var boðið upp á léttar veitingar og skemmtun að hætti Ara Eldjárn.
Myndirnar tók Grímur Kolbeinsson.
Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar, og Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins.
Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir hjá Prentmeti-Odda.
Guðbrandur Magnússon hjá Landsprenti og Ólafur Brynjólfsson.
Ari Eldjárn.