Fréttasafn



28. maí 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fjölmennt á hvatningardegi Vertonet

Vertonet sem eru hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi stóð fyrir fjölmennum hvatningardegi fyrir nokkru. Yfirskrift dagsins var Fjölbreyttari framtíð. Fundarstjóri var Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti ávarp í upphafi dagsins. Meðal fyrirlesara voru Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, Ragnhildur Ágústsdóttir, sölustjóri samstarfsaðila hjá Microsoft á Íslandi, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, Elín Gränz, ein af stofnendum VERTOnet og kyndilberi könnunar um stöðu kvenna í upplýsingatækni, og Lydía Ósk Ómarsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta. Efnt var til pallborðsumræðna að erindum loknum og í lok dags var boðið upp á léttar veitingar.  

Vidburdur-09-05-2018

Viburdur-09-05-2019-4-

Viburdur-09-05-2019-3-

Viburdur-09-05-2019-5-