Fjölmennt Mannvirkjaþing SI
Fjölmennt var á Mannvirkjaþingi SI sem haldið var í annað sinn í Iðunni í Vatnagörðum sl. fimmtudag með þátttöku um 160 manns. Þingið var ætlað félagsmönnum SI og öðrum boðsgestum. Í upphafi þingsins var sameiginleg dagskrá um mikilvægi innviðauppbyggingar til að efla viðnámsþrótt og varnar- og öryggismál. Gestum gafst síðan tækifæri til að velja úr tveimur málstofum þar sem fjallað var annars vegar um áskoranir í iðnmenntun og hins vegar um bætt opinber innkaup. Í lok þingsins var aftur sameiginleg dagskrár þar sem kastljósinu var beint að stöðu húsnæðisuppbyggingar. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrði þinginu.
Dagskráin hófst á erindi Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, þar sem hann fór meðal annars yfir aukið alþjóðlegt mikilvægi varnarmála og þjóðaröryggis og sagði viðnámsþrótt vera nýjan grunn samkeppnishæfni. Tero Kivinemi, forstjóri Destia og varaformaður Neyðarbirgðastofnunar Finnlands, greindi frá skipulagi og aðgerðum Finnlands í varnar- og öryggismálum og mikilvægi tvíhliða notkunar í innviða- og mannvirkjauppbyggingu. Að erindi hans loknu ræddi Sigurður við Tero. Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri Almannavarna, flutti erindi með yfirskriftinni almannavarnir- breytt heimsmynd - nýjar ógnir. Andri Júlíusson, staðgengill skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslu Íslands, fóru yfir fyrirkomulag varnarmála á Íslandi og skipulag.
Í málstofu um opinber innkaup fluttu eftirtaldir erindi; Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI, Bjartmar Steinn Guðjónsson, samningastjóri hjá Ístaki, Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sviðsstjóri tækniþróunar hjá COWI og Sólveig Margrét Kristjánsdóttir, fjármálastjóri hjá Grafa og grjót. Að erindum loknum ræddi Lilja við Hildi Georgsdóttur, framkvæmdastjóra FSRE, og Jón Björn Hákonarson, forseta bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð og formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Í málstofu um iðnmenntun hafði Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, formála að umræðu með þátttöku eftirtaldra; Heiðrún Tryggvadóttir, skólameistari MÍ, Gauti Fannar Gestsson, framkvæmdastjóri Blikklausna, Heiðar Smári Harðarson, framkvæmdastjóri Garðvéla, og Þór Pálsson, skólameistari Rafmennt.
Í síðasta hluta þingsins var fjallað um stöðuna á húsnæðismarkaðinum með erindum eftirtaldra; Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá HMS, Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, og Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hjá s. ap arkitektum.
Að dagskrá lokinni var boðið upp á léttar veitingar.
Myndir/BIG


Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóra SI.
Tero Kivinemi, forstjóri Destia og varaformaður Neyðarbirgðastofnunar Finnlands.



Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri Almannavarna.
Andri Júlíusson, staðgengill skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslu Íslands.
Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI.
Bjartmar Steinn Guðjónsson, samningastjóri hjá Ístaki.
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sviðsstjóri tækniþróunar hjá COWI.
Lilja Björk ræddi við Hildi Georgsdóttur, framkvæmdastjóra FSRE, og Jón Björn Hákonarson, forseta bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð og formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá HMS.
Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.
Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hjá s. ap arkitektum.
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, formála að umræðu með þátttöku eftirtaldra; Heiðrún Tryggvadóttir, skólameistari MÍ, Gauti Fannar Gestsson, framkvæmdastjóri Blikklausna, Heiðar Smári Harðarson, framkvæmdastjóri Garðvéla, og Þór Pálsson, skólameistari Rafmennt.






