Fréttasafn



5. feb. 2018 Almennar fréttir

Fjölmennt Smáþing

Á fjórða hundrað gesta tóku þátt í Smáþingi Litla Íslands sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica. Á þinginu var rætt um markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, setti þingið. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kynnti umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, og Hlynur Þór Árnason, sölu- og markaðssérfræðingur Ghostlamp, fluttu erindi. Þá var efnt til pallborðsumræðna með frumkvöðlum frá Pink Iceland, Einstök, Eldum rétt og Omnom. Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, stýrði þinginu. 

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA. 

Hér er hægt að horfa á einstök erindi þingsins. 

Á Facebook síðu Litla Íslands er hægt að skoða ljósmyndir frá Smáþinginu.

Forsaetisradherra

Smathing-2018

Smathing-mynd